Þingsályktunartillaga um að ræktun erfðabreyttra lífvera fari einungis fram inni í lokuðum gróðurhúsum:

Sex þingmenn þriggja stjórn- málaflokka hafa lagt fram þingsályktunar- tillögu þar sem þess er farið á leit að ríkis- stjórnin skipi starfshóp til að vinna að breytingum á lögum og reglugerðum í þeim tilgangi að banna útiræktun á erfðabreytt- um lífverum eigi síðar en 1. janúar 2012.

Þingmennirnir sem standa að tillögunni eru Þuríður Backman, Atli Gíslason, Ólaf- ur Þór Gunnarsson og Þráinn Bertels- son frá Vinstri grænum, Mörður Árnason Samfylkingunni og Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.

Í greinargerð með tillögunni segir að í henni felist að ræktun á erfðabreyttum líf- verum fari einungis fram inni í lokuðum
gróðurhúsum eða tilraunastofum, þar sem hægt verði að hafa stöðugt eftirlit með henni og tryggt sé að erfðabreytt efni sleppi ekki út í nærumhverfi ræktunar- svæðisins.

Þingmennirnir segja í greinargerðinni að með því að taka tillit til eðlilegra varúðar- sjónarmiða vísindamanna sé hægt að koma til móts við alla hagsmunaaðila.

Tilefni tillögunnar er harðvítugar deilur um útiræktun ORF Líftækni á erfðabreyttu byggi, en í júní 2009 veitti Umhverfisstofn- un fyrirtækinu tilraunaleyfi til slíkrar ræktunar. Sjö aðilar kærðu ákvörðunina. Umhverfisráðuneytið staðfesti ákvörðun um leyfisveitinguna í desember 2010.

Ljósmynd: Útiræktun á erfðabreyttu byggi í Gunnarsholti, Hákon Már Oddsson.

Birt:
1. febrúar 2011
Höfundur:
shá
Uppruni:
Fréttablaðið
Tilvitnun:
shá „Þingmenn hafna útiræktun erfðabreyttra lífvera“, Náttúran.is: 1. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/02/thingmenn-hafna-utiraektun-erfdabreyttra-lifvera/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 2. febrúar 2011

Skilaboð: