Býflugur (Apis mellifera) og hunangsflugur (Bombus sp.) eru ættkvíslir í býflugnaættinni (Apidae). Þar sem býflugur lifa ekki villtar hér á landi má gera ráð fyrir að í mörgum tilfellum eigi fólk í rauninni við hunangsflugur þegar það spyr Vísindavefinn um býflugur. Í svarinu hér á eftir er því eingöngu fjallað um hunangsflugur á Íslandi en þó má taka fram að ...
Efni frá höfundi
Um býflugur og hunangsflugur 15.6.2015
Býflugur (Apis mellifera) og hunangsflugur (Bombus sp.) eru ættkvíslir í býflugnaættinni (Apidae). Þar sem býflugur lifa ekki villtar hér á landi má gera ráð fyrir að í mörgum tilfellum eigi fólk í rauninni við hunangsflugur þegar það spyr Vísindavefinn um býflugur. Í svarinu hér á eftir er því eingöngu fjallað um hunangsflugur á Íslandi en þó má taka fram að lífsferill býflugna og hunangsflugna er mjög svipaður.
Hunangsflugur eru æðvængjur (Hymenoptera). Þær eru félagsskordýr, það er að þær mynda bú ...
Feyrutrektla (Clitocybe phyllophila)
Mjallhvítur sveppur sem vex í stórum stíl í lerkiskógum. Ef honum er kippt upp hangir mikið af lerkinálum í sveppþráðum sem tengjast stafnum. Sveppurinn inniheldur múskarín og er illilega eitraður.
Ljósmynd: Clitocybe phyllophila, Wikipedia Commons.
Lummusveppur (Paxillus involutus)
Frekar stór grábrúnn sveppur sem dökknar við snertingu. Flatur hattur með innbeygðu hattbarði. Var áður fyrr talinn ætur eftir suðu en sú aðgerð eyðileggur aðeins þann hluta eiturefnanna sem valda magakvölum. Önnur eiturefni hans geta valdið skemmdum á blóðrásinni þegar þau ná vissu magni í líkamanum.
Ljósmynd: Paxillus involutus, Wikipedia Commons.
Kúalubbi (Leccinum scabrum)
Pípusveppur með þurran brúnan hatt og drapplitu pípulagi. Ágætur matsveppur ef hann er ungur og óskemmdur en einstaklega athafnasöm fluga verpir eggjum sínum í pípulagið strax og aldinið sprettur upp úr jörðinni.
Gott að skera burt neðri hluta stafsins ef hann hefur trénað en oft er stafurinn það eina ómaðkaða af sveppnum. Mjög algengur sveppur sem vex ...
Flosssveppur (Xerocomus subtomentosus)
Bragðgóður matsveppur sem er frekar laus í sér. Ekki algengur sveppur en vex í sumum skógum og lyngmóum, oftast einn og stakur.
Ljósmynd: Flosssveppur (Xerocomus subtomentosus) Wikipedia Commons.
Lerkisveppur (Suillus grevillei)
Pípusveppur með gulan til gulbrúnan hatt og gult pípulag undir honum. Mjög góður matsveppur.
Best er að tína unga sveppi og skera stafinn burt af eldri sveppum þar til sést í fagurgult holdið. Myndar svepprót með lerki og vex álíka langt frá trénu og rótarkerfi þess nær. Vex oft í miklu magni í tiltölulega ungum lerkiskógum.
Ljósmynd ...
Túnætisveppur (Agaricus campestris)
Hvítur hattsveppur með rósrauðar fanir sem dökkna og verða súkkulaðbrúnar með aldri.
Góður matsveppur sem mæst er með að nota hráan í salöt því bragðið nýtur sín best sé hann ekki matreiddur. Vex í graslendi og oftast í baugum.
Ljósmynd: Túnætisveppur (Agaricus campestris) Wikipedia Commons.
Ullblekill (Coprinus comatus)
Hávaxinn, grannur hattsveppur með ullarkennda áferð á hatti. Bragðgóður sveppur, sérstaklega ef hann er steiktur eða soðinn í rjóma.
Tínið aðeins unga sveppi sem enn eru hvítir og helst lokaðir. Geymist ferskur í nokkra klukkutíma en geymist vel frystur.
Algengur sveppur í byggð, meðfram þjóðvegum þar sem hann vex oft í þyrpingum.
Ljósmynd: Ullblekill (Coprinus comatus) Wikipedia ...
Gulhnefja (Russula claroflava)
Góður matsveppur með mildu, en örlítið sætu bragði. Heppilegur með öðrum sveppum. Sveppurinn vex helst í gömlum birkiskógum.
Ljósmynd: Gulhnefja (Russula claroflava) Wikipedia Common.
Móhnefja (Russula xerampelina)
Góður matsveppur með mildu bragði með hálfgerðri fiskilykt. Má borða hráan. Vex i grasmóum og skógum um allt land.
Ljósmynd: Móhnefja (Russula xerampelina) Wikipedia Commons.
Furusveppur (Leccinum scabrum)
Pípusveppur með dökkbrúnan, stundum slímugan hatt og fölgult pípulag. Stafurinn er hvítur og hvítur kragi á honum.
Bragðgóður matsveppur sem hentar vel í flesta svepparétti. Best er að tína sveppinn þegar hann er ungur. Auðvelt er að fletta brúna laginu og slíminu af með hníf.
Ljósmynd: Leccinum scabrum, Wikipedia Commons.
Skeiðsveppur (Amanita vaginata)
Góður matsveppur með mildu bragði sem ekki skal borða hráan. Vex í skógum og snjódældum til fjalla.
Ljósmynd: Skeiðsveppur (Amanita vaginata) Wikipedia Commons.
Kóngssveppur (Boletus edulis)
Digur pípusveppur með brúnan hatt og ljóst pípulag sem gulnar heldur við þroskun. Mjög góður matsveppur með bragði sem minnir á hnetur. Ungir sveppir með hvítum staf eru bestir og þá má nota hráa í salöt. Alltíður í skógum á Vesturlandi og hér og hvar, jafnt í náttúrulegum birkiskógum sem plöntuðum barrskógi.
Ljósmynd: Kóngssvepurr (Boletus edulis) Wikipedia ...
Markmið: Söngur, skemmtun, hreyfing.
Aldursmörk: Frá 5 ára
Leiklýsing:
Fram, fram fylking,
forðum okkur háska frá
því ræningjar oss vilja ráðast á.
Sýnum nú hug, djörfung og dug.
Vakið, vakið vaskir menn
því voða ber að höndum.
Sá er okkar síðast fer
mun sveipast hörðum böndum.
Tvö börn eru ræningjarnir. Þau standa andspænis hvort öðru og haldast í hendur þannig ...
Þegar við notum hugtakið himinn þá eigum við oftast við allt það sem er fyrir ofan okkur, loftið og jafnvel allan himingeiminn, drauma og þrár. Himininn er í hugum margra heimkynni guðanna og sá staður sem við snúum aftur til eftir dauðann. Himininn er því að vissu leiti andlegur staður frekar en það sem við köllum veðrahvolf og geim og ...
Veðrið, þ.e. hitastig, úrkoma og vindar ásamt legu lands, og hæð yfir sjávarmáli stjórna lífsskilyrðum á Jörðinni.
Veðrahvolf
Innsta lag lofthjúpsins byrjar við yfirborð jarðar og nær 9 km hæð við pólsvæði jarðar en 12 km hæð við miðbauginn. Innan þessa hvolfs dregur jafnt og þétt úr hitastigi með aukinni hæð, frá 18°C meðaltali við yfirborðið niður í ...
Áhugi á sveppatínslu meðal útivistarfólks fer sífellt vaxandi, auk þess sem sveppatendum hér á landi fjölgar og útbreyðsla þeirra eykst. Í skógum víða um land er nú að finna fjölda sveppa frá miðju sumri og fram á haust.
Við sveppatínslu er að mjög mörgu að hyggja. Þó það sé bæði skemmtilegt og nytsamlegt að tína sveppi til matar, þá er ...