Laugardaginn 8. ágúst verður hinn árlegi markaðsdagur Sólheima þar sem fram fer kynning og sala á lífrænt ræktuðu grænmeti frá Garðyrkjustöðinni Sunnu á Sólheimum ásamt ýmsu lífrænu góðgæti frá Engi, Hæðarenda og fleirum. Nærandi, hin nýja brauð- og matvinnsla Sólheima, mun einnig bjóða upp á ný bakað, lífrænt brauð og annað góðgæti. Markaðurinn er á Rauða torginu fyrir framan Verslunina ...
Efni frá höfundi
Lífrænn markaðsdagur á Sólheimum 4.8.2009
Laugardaginn 8. ágúst verður hinn árlegi markaðsdagur Sólheima þar sem fram fer kynning og sala á lífrænt ræktuðu grænmeti frá Garðyrkjustöðinni Sunnu á Sólheimum ásamt ýmsu lífrænu góðgæti frá Engi, Hæðarenda og fleirum. Nærandi, hin nýja brauð- og matvinnsla Sólheima, mun einnig bjóða upp á ný bakað, lífrænt brauð og annað góðgæti. Markaðurinn er á Rauða torginu fyrir framan Verslunina Völu, listhús og í versluninni sjálfri.
Í skógræktarstöðinni Ölri verða ,,Reynidagar” þar sem reyniplöntur verða seldar með 35% afslætti. Leiðsögn ...
Gestir Sólheima ættu ekki að missa af hinum fjölbreyttu sýningum í Sesseljuhúsi umhverfissetri, en það má með sanni segja að þar sé eitthvað fyrir alla.
Ár hvert er haldin ...
Fyrst verður kynning í Sesseljuhúsi umhverfissetri og svo verður farið út í náttúruna að skoða helstu jurtir sem við eigum ...
Fimm sýningar verða í Sesseljuhúsi umhverfissetri í sumar
Sýningin „Ókeypis er allt sem er best“ - spörum fyrir okkur og umhverfið opnaði við upphaf Menningarveislu Sólheima á laugardaginn var. Sýningin er sett upp í miðrými Sesseljuhúss og er markmið hennar eins og nafnið bendir til, að minna fólk á hvað er hægt að gera ókeypis. Á sýningunni má nálgast fjölbreyttar upplýsingar ...
Á laugardaginn mun Jóhann Óli Hilmarsson frá Fuglavernd leiðbeina í fuglaskoðun í Sesseljuhúsi umhverfissetri. Skoðunin hefst kl. 13:00 með fræðsluerindi sem verður fram haldið úti í náttúrunni. Fjölmargar fuglategundir gera sér hreiður á Sólheimum vor hvert svo enginn verður svikinn af fuglasöng og fjölbreytileika fuglanna. Munið að taka kíkinn með!
Fundurinn er hluti af fræðslufundaröðinni „Lesið í landið“ sem ...
		

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram skýrslu fyrir Alþingi um stöðu og stefnu í loftslagsmálum. Tilgangur skýrslunnar er að draga saman nýjustu og bestu upplýsingar um stöðuna í loftslagsmálum og að skapa umræðu um næstu skref í þeim efnum.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umhverfismerki en hún gildir um norræna umhverfismerkið Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið. Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.
Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir tveimur hótelbyggingum á verndarsvæði Mývatns. Skolphreinsun hótelanna er einnig án leyfis Umhverfisstofnunar. Þá er frárennsli hótels skammt frá vatnsbakka Mývatns bæði í ósamræmi við skilmála deiliskipulags og reglugerðir um hreinsun frárennslis við vatnið. Starfsmannahúsum var bætt við annað hótelið í haust án leyfis Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir vinnubúðum fyrir 50 manns við þriðja hótelið, sem nú er í byggingu. Landvernd freistar þess nú með röð stjórnsýslumála að fá tekið á málum sem varða lífríki Mývatns og allan almenning, í ljósi sívaxandi þunga ferðamannastaums og aukins álags á verndarsvæðin í landinu. Mývatn ver sig ekki sjálft.
Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2017 verður haldinn sunnudaginn 12. febrúar 2017 kl 17:00 í Garðakaffi, Görðum á Akranesi.
Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017
Í gær lýsti forsætisráðherra Íslendinga því yfir í fyrsta sinn, kvitt og klárt, í stefnuræðu sinni að: