Opinn veiðidagur í Alviðru 19.6.2009

Laugardaginn 27. júní n.k. kl. 10:00-17:00 verður opinn veiðidagur í Alviðru í boði Landverndar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Þar gefst lærðum og leikum kostur á að renna fyrir fisk í Soginu, fyrir landi Alviðru. Vanir veiðimenn frá Stangaveiðifélaginu verða á svæðinu og leiðbeina fólki. Mæting við bílastæðið við Sogsbrú, gengt Þrastalundi. Heitt verður á könnunni og kakó og kleinur í borðum í veiðihúsinu allan daginn. Allir eru velkomnir, það kostar ekki neitt, bara að mæta með veiðigræjurnar og ...

Laugardaginn 27. júní n.k. kl. 10:00-17:00 verður opinn veiðidagur í Alviðru í boði Landverndar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Þar gefst lærðum og leikum kostur á að renna fyrir fisk í Soginu, fyrir landi Alviðru. Vanir veiðimenn frá Stangaveiðifélaginu verða á svæðinu og leiðbeina fólki. Mæting við bílastæðið við Sogsbrú, gengt Þrastalundi. Heitt verður á könnunni og kakó og ...

Elstu börnin í leikskólanum Mánabrekku heimsóttu Alviðru 6. maí. Farið var í gönguferð um Þrastaskóg og fuglar skoðaðir í stórum sjónauka. Æðarfuglinn og straumendurnar eru komnar á Sogið og glöddu gesti með nærveru sinni. Hrossagaukurinn lét til sín heyra og skógarþrestir sungu af hjartans list. 

Lög frá 2007 um gjaldfrjálsan grunnskóla, hækkandi eldsneytisverð og almennt efnahags ástand valda því að ...

Á vorönn Alviðru, umhverfisfræðslusetri Landverndar, eru á dagskrá 3 mismunandi verkefni fyrir grunnskóla auk þess sem í boði er dagskrá fyrir leikskóla.

Auðvitað í Alviðru er dagskrá sem tengist jarðfræði- og gróðurfarsköflum bókanna Auðvitað 1 og 2. Kennarar hafa þarna tækifæri til að glæða námið nýju lífi með því að gefa nemendum kost á að upplifa í náttúrunni sjálfri ýmislegt ...

Fróðleikur, skemmtun og útivist eru einkunnarorð Alviðru og eru þau í hávegum höfð þessa dagana, því nú er haustönnin hafin.

Það ríkti gleði og góður andi í haustblíðunni í Alviðru í dag þegar 6. bekkur Vallaskóla á Selfossi kom í Alviðru til að fræðast um lífið í vatninu.
Krakkarnir gengu út yfir Sogið og urðu vitni að því þegar veiðimaður ...

Laugardaginnn 21. júní verður opinn veiðidagur í Alviðru frá kl. 11:00-18:00. Hugmyndin er að gefa þeim sem ekki stunda stagveiði alla jafna kost á að kynnast þessari skemmtilegu iðju. Þetta er fimmta árið í röð sem Alviðra og Stangveiðifélag Reykjavíkur hafa samvinnu um opinn veiðidag í Alviðru.

Góð þátttaka hefur verið undanfarin ár og almenn ánægja með framtakið ...

Nýtt efni:

Skilaboð: