Opinn veiðidagur í Alviðru
Laugardaginn 27. júní n.k. kl. 10:00-17:00 verður opinn veiðidagur í Alviðru í boði Landverndar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Þar gefst lærðum og leikum kostur á að renna fyrir fisk í Soginu, fyrir landi Alviðru. Vanir veiðimenn frá Stangaveiðifélaginu verða á svæðinu og leiðbeina fólki. Mæting við bílastæðið við Sogsbrú, gengt Þrastalundi. Heitt verður á könnunni og kakó og kleinur í borðum í veiðihúsinu allan daginn. Allir eru velkomnir, það kostar ekki neitt, bara að mæta með veiðigræjurnar og góða skapið. Upplýsingar í síma 898 1738.
Mynd af vef Alviðru, landvend.is
Birt:
19. júní 2009
Tilvitnun:
Hjördís B. Ásgeirsdóttir „Opinn veiðidagur í Alviðru“, Náttúran.is: 19. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/19/opinn-veioidagur-i-alvioru/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.