„Frá fyrstu hendi“ og hugtakið „Sveitamatur“ eru gæðamerki félagsins Beint frá býli á matvælum íslenskra sveita, þar sem megin þættir framleiðslunnar byggja á íslensu hráefni og íslenskri framleiðslu. Með íslensku hráefni er átt við hráefni frá landbúnaði, fiskveiðum og nýtingu afurða villtrar náttúru. Með framleiðslu er átt ...
Efni frá höfundi
Frá fyrstu hendi 8.12.2012
„Frá fyrstu hendi“ og hugtakið „Sveitamatur“ eru gæðamerki félagsins Beint frá býli á matvælum íslenskra sveita, þar sem megin þættir framleiðslunnar byggja á íslensu hráefni og íslenskri framleiðslu. Með íslensku hráefni er átt við hráefni frá landbúnaði, fiskveiðum og nýtingu afurða villtrar náttúru. Með framleiðslu er átt við framleiðslustað, hráefni, starfskrafta, reynslu, þekkingu og sögu- og menningarlegar hefðir.
Starfsemin verður að uppfylla allar íslenskar ...
Jólamatarmarkaður Búrsins og Beint frá býli verður haldinn á planinu fyrir framan Búrið og Nóatún þ. 10.desember 2011 frá kl. 12:00-16:00 og lengur ef veður, sala og stemmning leyfir.
Seljendur verða:
- Matarbúrið - Doddi og Lísa mæta með grasfóðrað holdanautakjöt (aberdeen angus og galloway) sem er bragðmikið og meyrt þar sem það fær að hánga í 3 vikur ...
Nú um helgina, dagana 21.-22. maí, verður ferðasýningin Íslandsperlur haldin í Perlunni. Sýningin er öllum opin og stendur báða dagana frá kl. 10:00-18:00. Þar gefst gestum tækifæri á að kynna sér fjölbreytta ferðamöguleika á Íslandi, skoða, spjalla og spyrja, bragða á íslenskum krásum og njóta alls kyns uppákoma. Að Íslandsperlum standa markaðsstofur landshlutanna í ferðaþjónustu, Ferðaþjónusta bænda ...
Samtökin Beint frá býli hlutu viðurkenninguna „Fjöreggið 2009“, verðlaun Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ), fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Þetta er í 17. sinn sem verðlaunin eru veitt og þykir mikill heiður fyrir aðila í matvælaframleiðslu að fá þau. Verðlaunin eru afhent á árlegum matvæladegi MNÍ sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Matvælaframleiðsla og gjaldeyrissköpun“.
Hlédís Sveinsdóttir, formaður Beint frá ...
Ný heimasíða beintfrabyli.is hefur nú litið dagsins ljós. Þar geta viðskiptavinir nálgast íslenskar landbúnaðarafurðir á auðveldan og skilvirkan hátt. Á síðunni er nú þegar hægt að leita eftir landshlutum, eftir vörum eða eftir ákveðnum bæ.
Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.
Tilgangur félagsins er ...
Stýrihópur um verkefnið 'Beint frá býli' boðar til stofnfundar félags um Beint frá býli föstudaginn 29. febrúar 2008 að Fjallakaffi á Möðrudal á Fjöllum kl. 11:00 árdegis.
Dagskrá fundarins:
- Kynning á störfum stýrihóps „Beint frá býli“
- Umræður um verkefnið
- Tillögur að stofnsamþykktum kynntar
- Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna
- Ályktanir fundar og önnur mál
- Fundarslit áætluð kl. 15:30
Fundarmenn ...