Laugardaginn 27. júní n.k. kl. 10:00-17:00 verður opinn veiðidagur í Alviðru í boði Landverndar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Þar gefst lærðum og leikum kostur á að renna fyrir fisk í Soginu, fyrir landi Alviðru. Vanir veiðimenn frá Stangaveiðifélaginu verða á svæðinu og leiðbeina fólki. Mæting við bílastæðið við Sogsbrú, gengt Þrastalundi. Heitt verður á könnunni og kakó og ...
Efni frá höfundi
Opinn veiðidagur í Alviðru 19.6.2009
Laugardaginn 27. júní n.k. kl. 10:00-17:00 verður opinn veiðidagur í Alviðru í boði Landverndar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Þar gefst lærðum og leikum kostur á að renna fyrir fisk í Soginu, fyrir landi Alviðru. Vanir veiðimenn frá Stangaveiðifélaginu verða á svæðinu og leiðbeina fólki. Mæting við bílastæðið við Sogsbrú, gengt Þrastalundi. Heitt verður á könnunni og kakó og kleinur í borðum í veiðihúsinu allan daginn. Allir eru velkomnir, það kostar ekki neitt, bara að mæta með veiðigræjurnar og ...
Elstu börnin í leikskólanum Mánabrekku heimsóttu Alviðru 6. maí. Farið var í gönguferð um Þrastaskóg og fuglar skoðaðir í stórum sjónauka. Æðarfuglinn og straumendurnar eru komnar á Sogið og glöddu gesti með nærveru sinni. Hrossagaukurinn lét til sín heyra og skógarþrestir sungu af hjartans list.
Lög frá 2007 um gjaldfrjálsan grunnskóla, hækkandi eldsneytisverð og almennt efnahags ástand valda því að ...
Á vorönn Alviðru, umhverfisfræðslusetri Landverndar, eru á dagskrá 3 mismunandi verkefni fyrir grunnskóla auk þess sem í boði er dagskrá fyrir leikskóla.
Auðvitað í Alviðru er dagskrá sem tengist jarðfræði- og gróðurfarsköflum bókanna Auðvitað 1 og 2. Kennarar hafa þarna tækifæri til að glæða námið nýju lífi með því að gefa nemendum kost á að upplifa í náttúrunni sjálfri ýmislegt ...
Fróðleikur, skemmtun og útivist eru einkunnarorð Alviðru og eru þau í hávegum höfð þessa dagana, því nú er haustönnin hafin.
Það ríkti gleði og góður andi í haustblíðunni í Alviðru í dag þegar 6. bekkur Vallaskóla á Selfossi kom í Alviðru til að fræðast um lífið í vatninu.
Krakkarnir gengu út yfir Sogið og urðu vitni að því þegar veiðimaður ...
Laugardaginnn 21. júní verður opinn veiðidagur í Alviðru frá kl. 11:00-18:00. Hugmyndin er að gefa þeim sem ekki stunda stagveiði alla jafna kost á að kynnast þessari skemmtilegu iðju. Þetta er fimmta árið í röð sem Alviðra og Stangveiðifélag Reykjavíkur hafa samvinnu um opinn veiðidag í Alviðru.
Góð þátttaka hefur verið undanfarin ár og almenn ánægja með framtakið ...


Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram skýrslu fyrir Alþingi um stöðu og stefnu í loftslagsmálum. Tilgangur skýrslunnar er að draga saman nýjustu og bestu upplýsingar um stöðuna í loftslagsmálum og að skapa umræðu um næstu skref í þeim efnum.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umhverfismerki en hún gildir um norræna umhverfismerkið Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið. Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.
Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir tveimur hótelbyggingum á verndarsvæði Mývatns. Skolphreinsun hótelanna er einnig án leyfis Umhverfisstofnunar. Þá er frárennsli hótels skammt frá vatnsbakka Mývatns bæði í ósamræmi við skilmála deiliskipulags og reglugerðir um hreinsun frárennslis við vatnið. Starfsmannahúsum var bætt við annað hótelið í haust án leyfis Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir vinnubúðum fyrir 50 manns við þriðja hótelið, sem nú er í byggingu. Landvernd freistar þess nú með röð stjórnsýslumála að fá tekið á málum sem varða lífríki Mývatns og allan almenning, í ljósi sívaxandi þunga ferðamannastaums og aukins álags á verndarsvæðin í landinu. Mývatn ver sig ekki sjálft.
Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2017 verður haldinn sunnudaginn 12. febrúar 2017 kl 17:00 í Garðakaffi, Görðum á Akranesi.
Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017
Í gær lýsti forsætisráðherra Íslendinga því yfir í fyrsta sinn, kvitt og klárt, í stefnuræðu sinni að: