Umhverfisvæn ferðamennska hefur þróast mikið á undanförnum árum. Ágangur ferðamanna getur verið ákaflega umhverfisspillandi ef ekki er hugsað um hvernig best er tekið tillit til náttúrunnar. Þetta getur átt við hvað sem er því allt sem við gerum hefur einhver áhrif á veröldina í kringum okkur.

Af hverju að fara langt þegar þú getur notið góðs sumarfrís í næsta nágrenni ...

Miðvikudaginn 20. mars efnir Íslandsstofa til ráðstefnu um heildarúttekt á íslenskri ferðaþjónustu. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica kl. 09:00 – 12:00. Ný skýrsla um íslenska ferðaþjónustu verður kynnt þar sem tekið er á málefnum sem snerta innviði, markaðssetningu, fjárfestingar, uppbyggingu á ferðaþjónustu, stefnumótun ásamt aðgerðaráætlun. Skýrslan var framkvæmd af PKF viðskiptaráðgjöf í Bretlandi fyrir Íslandsstofu og Græna ...

Er ekki kominn tími tími að við berum saman og tengjum tvö viss grundvallarhugtök varðandi ferðamenningu hér á Íslandi?

Annars vegar er ég að tala um hugtakið ferðafrelsi sem virðist hafa fest rótum í huga viss hóps sem vill halda fast í þá hugmynd að frelsi til að ferðast eigi að byggjast á hugmyndum um ferðamennsku eins og voru hér ...

07. febrúar 2013

Ferðaþjónusta fer vaxandi á Norðurlöndum. Á krepputímum kemur það sér vel fjárhagslega, en er mikið álag á náttúruna ekki síst á Íslandi og á norðurslóðum Norðurlandaráð vill því að ferðamannastaðir verði vottaðir í líkingu við það sem gert er með norræna umhverfismerkinu Svaninum, til að vernda viðkvæm náttúrusvæði.

Ferðaþjónusta fer vaxandi á Norðurlöndunum. Samtals vex ferðaþjónustan þar um 4% á ...

Örráðstefna um þolmörk, fjöldamark og gjaldheimtu í ferðiðnaðinum verður haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands Mánudaginn 10. desember, kl. 16.00-17.00 

Í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli hefur gestum fjölgað milli ára langt umfram það sem venja er. Á því eru margar skýringar, en samhliða hefur tekið að bera á áhyggjum ferðaþjónustuaðila, sem og annarra, að of geyst sé farið. Landeigendur ...

Nýju gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, sem ber heitið Vakinn, verður formlega ýtt úr vör í Sunnusal Radisson Blu Hótel Sögu þriðjudaginn 28 febrúar kl 14:30. Í framhaldinu verða kynningarfundir haldnir víða um land.

Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu hafa um nokkurt skeið unnið að þróun metnaðarfulls gæðakerfis fyrir íslenska ferðaþjónustu og binda aðstandendur kerfisins  miklar vonir við að VAKINN ...

Hótel Náttúra (á ensku Hot Springs Hotel) verður rekið sem sumarhótel í tvo mánuði á tímabilinu 20. júní til 20. ágúst 2011. Hótelið er í húsakynnum Heilsustofnunar NLFÍ. Heilsustofnun verður lokuð á þessu tímabili en verður með óbreytta starfsemi aðra mánuði ársins. Hótelið er í eigu Náttúrulækningafélags Íslands.

Hótelið er skilgreint sem heilsuhótel vegna hins heilnæma matar sem er á ...

Skilaboð: