Hótel Náttúra (á ensku Hot Springs Hotel) verður rekið sem sumarhótel í tvo mánuði á tímabilinu 20. júní til 20. ágúst 2011. Hótelið er í húsakynnum Heilsustofnunar NLFÍ. Heilsustofnun verður lokuð á þessu tímabili en verður með óbreytta starfsemi aðra mánuði ársins. Hótelið er í eigu Náttúrulækningafélags Íslands.

Hótelið er skilgreint sem heilsuhótel vegna hins heilnæma matar sem er á boðstólum, þeirrar góðu aðstöðu í baðhúsi og sundlaug og þeirra meðferða sem boðið er upp á. Einnig er góð aðstaða til líkamsræktar og lögð er áhersla á að njóta mikilfenglegrar náttúru svæðisins og þeirrar sérstöðu sem hveravatnið býður upp á.

Frá hótelinu er stutt í margar gerðir afþreyingar, en þeir sem þekkja Suðurland vita að þar er gnótt afþreyingar og fallegra staða. Frá Reykjavík er aðeins um 30 mínútna akstur. Á hótelinu eru 117 herbergi: 57 eins manns herbergi, 60 tveggja manna, 1 svíta og 3 íbúðir.

Ljósmynd: Leirlækur úr nýjum hver sem opnaðist í Hveragerði í jarðskjálfanum vorið 2008, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
10. maí 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hótel Náttúra í Hveragerði“, Náttúran.is: 10. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/10/hotel-nattura-i-hveragerdi/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. júní 2011

Skilaboð: