Matjurtargarður getur verið stór eða lítill, villtur eða ákaflega vel skipulagður eins og Eldhúsgarðurinn hér á vef Náttúrunnar en hann er hugsaður sem einskonar „fyrirmyndargarður“ sem hver og einn getur síðan breytt að eigin geðþótta og aðlagað aðstæðum svo sem; fjölskyldu- og garðstærð, tíma og nennu.
Hugmyndin að Eldhúsgarðinum* er sú að útfæra matjurtaræktun sem getur verið flókin á einfaldan ...


Samfara því að taka upp úr beðunum er gott að tína gömul, fölnuð blöð og láta sniglana ekki verpa undir þeim. Eins þarf að hreinsa burt illgresi en það er yfirleitt létt verk á haustin. Um haugarfann segir í Matjurtabók Garðyrkjufélagsins að hann sé algengastur og frægastur að endemum, svo almenningur nefni jafnvel allar aðrar illgresistegundir eftir honum. Viðkoman sé ...
Það er sagt að klukkustund í garðinum á dag sé tíminn sem þarf til að sinna honum og ég held þetta sé satt. Vegna veðurlagsins virkar þetta þó ekki svona. Vinnan dreifist ekki jafnt. Margir dagar henta ekki til útivinnu en aðra daga slítur maður sig ekki frá garðinum. Svo má aðskilja það sem kallast getur vinna frá því sem ...