Nú þegar árstíðin leyfir ekki uppskeru eigin matjurta og dýrt er að kaupa grænmeti á diskinn mælum við með því að salat sé nýtt betur. Oft er hægt að leyfa salati að vaxa áfram á góðum björtum stað og þá með nægum vatnsbirgðum.

Framleiðendur eru vafalaust ekki par hrifnir af því að mælt sé með þessu sparnaðarráði en við látum ...

Hvítkál, hafsalt, einiber, kúmen og epli.Uppskriftin er sænsk en súrkál er þó oftar kennt við Þjóðverja. Best er að hafa sérstaka krukku með loftrauf svo engin mygla myndist og gildir þar sama lögmál og með vín. Svona krukkur eru vandfundnar, og hér er notuð glerkrukka með smelluloki og gúmmíhring.

Í hvert kg af súrkáli fer:

1 kg hvítkál
2–3 tsk hafsalt
1 stór tsk ...

09. október 2015

Rifsberjarunni (Ribes rubrum)Rifsber þurfa góðan raka meðan berin eru að þroskast til þess að þau verði stór og safarík. Hefðbundna aðferðin er að gera hlaup úr berjunum. Ef hlaup mistekst hafa berin að öllum líkindum verið orðin of þroskuð. Hleypiefnið er í þeim ljósu og þarna er um að gera að tína snemma og að vera á undan þröstunum. Hlaupið verður samt ...

03. september 2015

Morgunfrú, Marigold
(Calendula officinalis)

Gamla nafnið yfir þessa jurt er „gull“, Marigold á ensku enda lítur blómið út eins og glampandi gull í sinni tilkomumiklu fegurð. Morgunfrúin hefur unnið sér sess í görðum heimsins vegna þess hve hún er mikilvæg í heimilisapótekið en hún er bæði notuð innvortis og útvortis auk þess sem hún er notuð til matar. Hún er ...

Dill í bland við kartöflugrösÞegar haustar að standa frækrónur dilljurtanna og hreykja sér yfir hinar plönturnar sem eftir standa í garðinum. Þeim sem hafa komist í kynni við þennan sænska rétt, finnst ekkert haust mega líða án þess að bragða á nýjum kartöflum soðnum með dillkrónum. Kartöflurnar og dillkrónurnar eru látnar í skál og borðaðar með smjöri.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur ...

30. júlí 2015

RabarbariSé mikil rabarbarauppskera og ílát takmörkuð til geymslu á rabarbaranum, er heppileg aðferð að þurrka hann. Einnig kemur það sér vel, að minni sykur þarf í þurrkaðan rabarbara en nýjan, þegar hann er matbúinn. Best er að þurrka rabarbarann um hásumarið.

Rabarbarinn er þveginn, þerraður, ekki flysjaður. Skorinn í 10 cm. langa bita, sé leggurinn gildur, er hann skorinn í ...

26. júlí 2015

Hindber (Rubus idaeus L.)Hindber eru allt frá miðöldum þekkt fyrir lækningamátt sinn. Hindberið er í raun ekki ber heldur safn um 20 smárra steinaldina. Ber, blöð og rætur hindberjarunnans eru talin hafa lækningamátt.

Hindberjablaðate er talið geta hjálpað börnum með niðurgang, og á að geta unnið gegn krabbameini í slímhúð og um leið styrkja slímhúðina.

Hindberjablaðate er einnig talið geta styrkt móðurlífið og ...

Fíflablöð eru mest notuð hrá í salat en sé hörgull á öðru grænu eru þau soðin í súpum og höfð í pottrétti. Blöðin má leggja í vatn í nokkrar mínútur áður en þau eru sett í pott, það dregur úr remmu. Blaðstöngullinn er beiskari en laufið sjálft og það grófasta af honum má rífa burt, hafi maður tíma til þess ...

24. júní 2015

Nýuppskorin skessujurt.Skessujurt [Levisticum officinale, e. lovage] er hin besta jurt til að fá góðan jurtakraft í næstum hvaða rétt sem er.

Skessujurt, Lovage, Liebstöckel, Maggiurt er einnig nefnd Maggí-súpujurt af því að hún var og er ein mikilvægasta jurtin í gerð súpukrafts. Þar sem skessujurt er eins og nafnið ber með sér „stór og skessuleg“ en hún getur orðið allt að ...

Það er varla hægt að minnast á laukræktun án þess að hugurinn hvarfli til Guðrúnar Ósvífursdóttur, þegar hún heimti sonu sína til máls við sig í laukagarð sinn að Helgafelli. Við vitum ekki hvort hún ræktaði graslauk eða einhvern eðlari lauk eða hvort höfundurinn notar orðið laukagarður sem líkingu. Það er aðeins vitað um einn garð á landinu sem bar ...

Eplin komin í krukkurnar og klútur yfir.Að gera sitt eigið eplaedik er bæði auðvelt og skemmtilegt, fyrir utan hvað það hlítur að vera hollara en allt annað. Eplaedik hreinsar líkamann, hjálpar honum að taka upp kalk og er fullt af vítamínum.

Innihald:

1 - 1 ½ kg af súrum eplum (helst lífrænum)

1 - 1 ¼ líter af vatni

4 - 5 teskeiðar af góðu hunangi teaspoons of natural ...

Blómgað kartöflugrasAð útvega nægilega kalda geymslu getur verið vandamál. En kartöflur mega ekki frjósa. Erlendis, þar sem frost er minna, dugar að koma þeim fyrir í gryfjum yfir veturinn. Á Íslandi þekktist það áður fyrr að grafa jarðarávexti niður í baðstofugólf eða í útihúsi og vörðu þær sig ef vatn komst ekki að þeim. Íslenskar kartöflur hafa yfirleitt ekki haft langan ...

19. apríl 2015

Nýuppteknar kartöflur.Rósmarín er besta krydd í heimi með kartöflum. Góður kokkur og frábær ræktunarmanneskja, sem var í fjölskyldunni um tíma og kom þá með í útilegu, sat lengi á hækjum sér yfir pönnu eitt þungbúið síðdegi og var að sýsla með kartöflur úti fyrir tjaldinu og ég var að velta fyrir mér hvernig hún nennti þessu. Eftir að hafa fengið að ...

Útiræktaðar sætar baunir úr eigin garði, einn belgur opnaður.. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Orðin ertur, baunir og jafnvel belgmeti eru til í málinu en ekki alveg ljóst hvað er hvað. Nú er farið að rækta ýmsar tegundir bauna inni í gróðurhúsum og fræ fást í búðum. En oft er gott að grípa til og sjóða þurrkaðar, erlendar baunir á sumrin þegar kartöflurnar eru búnar. Það erfiða við baunir er vindgangurinn sem þær koma ...

Nýuppteknar rófur.Það er eðlilegt að breyta um mataræði eftir árstíðum. Á vorin og yfir sumartímann borðum við gjarnan græn blöð. Á haustin og veturna vill líkaminn frekar rótarávexti og hvíla sig frá blaðsalati yfir dimmasta skammdegið. Nú er gott að hafa saman kartöflu- og rófustöppu. Í það eru mjölmeiri og eldri kartöflur betri. Sjóðið saman kartöflu- og rófubita í svolitlu vatni ...

03. október 2014

Núuppteknar gulrætur.Hrá gulrótarfreisting
Ég set alltaf fram nýjar, hráar gulrætur og/eða rófur fyrir barnabörnin á undan matnum, meðan þau eru að horfa á sjónvarpið eða gera eitthvað annað. Þá hverfur hrátt grænmetið ofan í þau án þess þau taki eftir því, en þau myndu ekki endilega borða sama hrámeti, ef það væri sett á borðið með öðru. Eins nota ég ...

03. október 2014

Frosið grænkál.Hér á Suðurlandi vill oft koma frost kringum 10. október sem er grænmetinu erfitt. Það sem stendur úti eftir þann tíma – næst stundum inn, stundum ekki. Ef tíðin er góð og tækifæri gefst er gott að bera núna áburð í garðana, stinga upp og gera klárt. Það léttir mikið vorverkin. Það er líka gott að taka til inni við, ef ...

02. október 2014

Ýmsar rætur villtra og hálfvilltra jurta eru rammar og ég velti því fyrir mér næstum á hverju vori hvernig formæður mínar hafi farið að því að gera úr þessu mat, jafnvel hungurmat. Það má alveg, sem ígildi fórnfæringar vegna nútímavelgengni, þegar óþolinmæðin eftir nýjum jurtum er komin á ákveðið stig, grafa upp rót og rót og reyna að nota þær ...

21. september 2014

Nýtíndir baunabelgir í poka.Vorið 2012 ákvað ég að reyna við baunarækt, jafnvel þó að það hafi ekki gengið nógu vel árið áður. Ástæðan þá var sennilega sú að ég útbjó ekki klifurgrindur fyrir þær svo baunagrösin uxu í flækju við jörð og baunamyndunin varð því ekki mikil.

Baunaræktunin var það sem veitti mér hvað mesta ánægju í garðinum mínum þetta sumar. Það kom ...

Efnisorð:

Grænar síður aðilar

Uppskera

Skilaboð: