Blómgað kartöflugrasAð útvega nægilega kalda geymslu getur verið vandamál. En kartöflur mega ekki frjósa. Erlendis, þar sem frost er minna, dugar að koma þeim fyrir í gryfjum yfir veturinn. Á Íslandi þekktist það áður fyrr að grafa jarðarávexti niður í baðstofugólf eða í útihúsi og vörðu þær sig ef vatn komst ekki að þeim. Íslenskar kartöflur hafa yfirleitt ekki haft langan vaxtartíma og skinnið því afar viðkvæmt í fyrstu og verður að fara varlega með þær við og eftir upptöku.

Sumum þykir best að þvo þær strax við upptöku, þurrka og láta þær „skurna” í 10–14 daga við 14–16 stiga hita til að þétta skinnið áður en þær eru settar í kulda og geymast þær þá til vors, eins og nýjar, ef vel tekst til.
Oft kemur fyrir að frost fellir grösin áður en tekið er upp. Almennt er talið að kartöflur þroskist áfram nokkra daga í moldinni. En frost snemma á hausti eru hvimleið því að kartöflurnar taka vaxtarkipp eftir að nóttina lengir. Frjósi ofan af á vorin er best að bíða og sjá hvort grasið sprettur ekki upp aftur.

Úr Blálandsdrottningunni eftir Hildi Hákonardóttur.

Ljósmynd: Blómgað kartöflugras í garði Hildar Hákonardóttur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
19. apríl 2015
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Kartöflur - ræktun, upptekt og geymsla“, Náttúran.is: 19. apríl 2015 URL: http://nature.is/d/2009/09/12/kartoflur-raektun-upptekt-og-geymsla/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 12. september 2009
breytt: 18. apríl 2015

Skilaboð: