Matjurtargarður getur verið stór eða lítill, villtur eða ákaflega vel skipulagður eins og Eldhúsgarðurinn hér á vef Náttúrunnar en hann er hugsaður sem einskonar „fyrirmyndargarður“ sem hver og einn getur síðan breytt að eigin geðþótta og aðlagað aðstæðum svo sem;  fjölskyldu- og garðstærð, tíma og nennu.

Hugmyndin að Eldhúsgarðinum* er sú að útfæra matjurtaræktun sem getur verið flókin á einfaldan ...

Á Íslandi er erfitt að gefa fastar dagsetningar um sáningu, plöntun, jafnvel jurtatínslu því allt er þetta háð veðráttu og gangi himintunglanna. Alltaf verður að viðhafa vissa skynsemi. Ef erlendis jurtir eru sterkastar á morgnana áður en sól verður of sterk, getur verið að hér séu þær einmitt orkumestar um miðjan dag þegar sólin er hæst á lofti.

Varðandi ræktun ...

Tré eru lífsnauðsynleg lífinu á jörðinni. Þau binda jarðveg og stuðla að jarðvegsmyndun gegnum rotnunarferli laufblaða, trjágreina og trjábola. Án jarðvegs væri enginn landbúnaður. Trén eru einnig hluti af innbúi okkar, sumir búa í timburhúsum og húsgögn og parketgólf eru smíðuð úr viði. Tré eru einnig lífsnauðsynleg mörgum vistkerfum jarðar, vistkerfum sem veita samfélögum mannanna ómetanlega vistvæna þjónustu. Við myndum ...

Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti heldur áfram að taka saman fyrir okkur efni úr sáðalmanaki Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs síðastliðin 60 ár a.m.k. og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins. Á Viðburðardagatalinu hér t.h. á síðunni getur ...

Oftast liggur í augum uppi hvað eru rætur, blaðplöntur, ávextir og blóm en hér skulu talin upp nokkur atriði sem geta vafist fyrir okkur. Upplýsingarnar eru úr Havebog Maríu Thun.

  • Til rótarplantna teljast líka sellerí, hnúðsellerí, kálrabi eða pastinaka og laukar.
  • Til blaðplantna teljast hnúðfennel, aspargus, rósakál og blómkál.
  • Til blómplantna teljast blómplöntur þó þær vaxi upp af laukum og ...

Þegar frost er farið úr jörðu þarf að bíða þangað til að moldin nær að verða 5-7 stiga heit annars spíra fræin ekki. Sumir setja áburð í beðin á haustin og breiða svart plast yfir, þá hitnar moldin fyrr. Stundum finnast kartöflur frá fyrra ári þegar stungið er upp eða smáfíflar sem hægt er að steikja á pönnu, bæði blöðin ...

Efnisorð:

Grænar síður aðilar

Gróðursetning

Skilaboð: