Allar færslur gunna

14 Feb, 2016 14:26
Það er hópur á Facebook sem heitir „Áhugahópur um endurvinnslu“. Þar koma oft fram spurningar sem auðvelt er að finna svör við á Endurvinnslukortinu. Ein spurningin sem oft kemur upp varðar það hvort að setja eigi endurvinnsluefni í poka eða ekki í poka í endurvinnslutunnur. Svarið er að það fer alveg eftir því hvar á landinu viðkomandi býr. Sums staðar á að setja viss efni í poka áður en það fer í tunnuna og annars staðar ekki. Þetta fer líka eftir því hvaða aðilar þjónusta sveitarfélögin (t.d. hvort það er Íslenska Gámafélagið eða Gámaþjónustan eða aðrir þjónustuaðilar). Með því að slá inn nafn sveitarfélagsins á http://natturan.is/evkort/ þá eru þessi svör við tunnurnar sem birtast og eru í þjónustu í því sveitarfélagi.
02 Júl, 2015 16:26
Á sorphirðudagatalinu á Endurvinnslukortum sveitarfélaganna er hægt að festa heimilisfangið sitt þannig að maður sér alltaf bara það sem viðkemur þjónustunni á mínu þjónustusvæði. Það er líka hægt að tengja sorphirðudagatalið við dagatalið í síma eða tölvu.
02 Júl, 2015 16:21
Þó að jarðgerð sé mikilvæg og allt það þá er tilgangurinn ekki að henda sem mestum mat. Skipulag í ísskápnum og skynsamleg innkaup eru nauðsynleg til þess að sem allra minnst verði um matarafganga.
02 Júl, 2015 16:17
Móttökustöðvar á Íslandi eru skilgreindar á mismunandi hátt, kerfið er ekki samræmt. Á Endurvinnslukortinu er reynt að samræma heiti. Ef einhverjar spurningar vakna má setja fram spurningar hér og óska eftir skýringum.

Nýtt efni:

Veður frá windyty.com

Skilaboð: