Dr. Dennis Meadows á Íslandi

Ykkar er valið, um framtíð á eigin forsendum eða verða nýlenda á ný

Dr. Dennis Meadows er prófessor emeritus í kerfisstjórnun og fyrrverandi forstöðumaður stofnunar um stefnumótun og félagsvísindi við Háskólann í New Hampshire, en rekur nú rannsóknastofu um gagnvirkt nám. Dr. Meadows er þekktastur fyrir að vera meðhöfundur skýrslunnar Limits to Growth, sem samin var fyrir Club of Rome árið 1972. Hann hefur verið prófessor á þremur fræðasviðum: stjórnunarfræðum, verkfræði og félagsvísindum og flutt fyrirlestra í meira en 50 löndum. Hann hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir framlag sitt til vísinda, þar á meðal Japansverðlaunin 2009 - en þau eru veitt fyrir frumleg og framúrskarandi afrek í vísindum og tækni sem stuðla að farsæld mannkynsins.

Takmörk vaxtar nýtti kvik kerfislíkön til að sýna afleiðingar samspils fólksfjölgunar og takmarkaðra náttúruauðlinda. Tilgangur var ekki að spá ákveðið um framtíðina, heldur að kanna samskipti veldisvaxtar og takmarkaðra auðlinda. Nú, 40 árum eftir að bókin kom út, reynist líkanið hafa staðist og þau vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir eru of margir jarðarbúar, eyðilegging vistkerfa, mengun og þverrun náttúruauðlinda.

...

Dr. Dennis Meadows

Helstu rit

Skilaboð: