Voffi - leitarvél Náttúrunnar
Voffi er ein „persónan“ í merki Náttúrunnar og tákn fyrir leitarvélina hér á vefnum en hann þefar uppi og vísar þér á það sem þú ert að leita að hvort sem það er hugtak, fyrirtæki eða ákveðin vara. Prufaðu að slá inn það sem þú hefur áhuga á að finna í leitarreitinn hér til hægri á síðunni og smelltu á leita.
Fyrir nýjustu útgáfu Náttúrunnar höfum við þróað leit að vörum á Náttúrumarkaði en hún gefur þér kost á að þrengja leitina enn frekar og finna vörur eftir framleiðanda, merkingu eða vottun. Sjá hér til hægri undir Vöruleit á Náttúrumarkaði.
Þú getur einnig farið beint á Grænar síður og leitað í aðalflokkunum eða slegið inn atriðisorð eða heiti aðilans sem þú leitar að.
Græna Íslandskortið er enn önnur leið til að leita hér á vefnum. Þú smellir á Grænt Íslandskort og velur þann grænkortaflokk sem passar þinni leit en flokkarnir opnast niður við smell.
Ef þú finnur ekki eitthvað sem þú leitar að þá skrifaðu Voffa á nature@nature.is eða hringdu í síma 483 1500 og hann hjálpar þér við leitina.
Grafík: íkon Voffa, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Voffi - leitarvél Náttúrunnar“, Náttúran.is: 25. október 2013 URL: http://nature.is/d/2009/07/04/leitarvel-natturunnar/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. júlí 2009
breytt: 25. október 2013