Hveragerðisbær hefur á undanförnum árum sýnt að áhuginn á umhverfismálum er mikill innan sveitarstjórnar og markið sett hátt, bæði í umhverfistengdum viðburðum, fráveitu- og sorpmálum sem og náttúruvernd. Bæjarstjóri Hveragerðis er Aldís Hafsteinsdóttir og mannvirkja- og umhverfisfulltrúi bæjarins er Elfa Dögg Þórðardóttir.

Nú þegar hefur vinna hafist við umsókn að Green Globe (Græna hnettinum) og fetar Hveragerðisbær þannig í fótspor sveitarfélaganna a Snæfellsnesi sem fengu fullnaðarvottun Green Globe í fyrra. (Sjá grein frá 08.06.2008).

Á vef Hveragerðisbæjar segir m.a.;

Á fundi mannvirkja og umhverfisnefndar nú ný verið var fjallað um þá möguleika sem fælust í aðild Hveragerðisbæjar að Green Globe vottunarkerfinu.

Green Globe (græni hnötturinn) er viðmiðunar-og vottunarkerfi sem stuðlar að sjálfbærri ferðaþjónustu. Það er byggt á Staðardagskrá 21 og gefur fyrirtækjum og samfélögum tækifæri á að vinna á markvissan hátt að umhverfismálum. Green Globe leggur áherslu á þá meginý ætti tengda umhverfinu, félags- og efnahagsmálum sem hafa mest áhrif á umhverfið.
Fyrirtæki í ferðaþjónustu og samfélög innan Green Globe er að finna um allan heim og í helstu greinum innan ferðaþjónustunnar. (http://www.natturan.is/efni/992/).

Birt:
13. nóvember 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hveragerðisbær sækist eftir að fá Green Globe vottun“, Náttúran.is: 13. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/13/hverageroisbaer-saekist-eftir-ao-fa-green-globe-vo/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: