Í tilefni af samgönguviku sem haldin er árlega víðsvegar um Evrópu munu Vistvernd í verki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu kynna vistakstur í Mosfellsbæ, Kópavogi, Reykjavík, á Seltjarnarnesi og í Garði.

Vistakstursverkefni Landverndar er að því leyti ný stárlegt að við kennslu í vistakstri eru notaðir ökuhermar sem líkja má við leikjatölvur sem forritaðar eru með mismunandi akstursæfingum. Áhugi Landverndar á verkefninu skýrist af því að með þessu móti er hægt að stuðla að minni loftmengun, spara peninga og fækka slysum í umferðinni.

Landvernd er umhugað um að við Íslendingar látum verkin tala í umhverfismálum og sýnum í verki hvernig hægt er að stuðla að betri umgengni við móður Jörð.

Í dag er rætt um að rafmagnsbíllinn sé innan seilingar. Ljóst er þó að það mun taka 10-15 ár að skipta út öllum bílaflota þjóðarinnar og því aðkallandi verkefni að kynna Íslendingum tækni sem auðveldar þeim að spara eldsneyti og minnka um leið mengun af völdum útblásturs frá ökutækjum, svo ekki sé minnst á sláandi áhrif Vistaksturs á slysatíðni eða -30%.

Bakhjarlar vistakstursverkefnis Landverndar eru ríkisstjórn Íslands, Toyota í Evrópu og á Íslandi og VÍS, auk Orkusetursins. GAP International (Vistvernd í verki) stýrir verkefninu á alþjóðlegum grunni. Sjá nánar um vistaksturverkefnið á vef Landverndar.

Dagskráin er sem hér segir:

16. september kl. 16-19 Mosfellsbær (Kjarni)
17. september kl. 20-22 Kópavogur (Salaskóli)
18. september kl. 13.30-17 Seltjarnarnes (Eiðistorg)
21. september kl. 10-15 Reykjavík (þjónustuver umhverfissviðs)
22. september kl. 10-12 Garður (Sunnubraut 4)

Birt:
17. september 2009
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Vistvernd í verki kynnir vistakstur á Samgönguviku“, Náttúran.is: 17. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/17/vistvern-i-verki-kynnir-vistakstur-samgonguviku/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: