Hvort sem þú vinnur heima hjá þér eða notar skrifstofuna fyrir áhugamálin þá er mikilvægt að skoða hvernig starfsemin þar hefur áhrif á umhverfið. Í raun má heimfæra allt sem tekið er fyrir hér á skrifstofurekstur í fyrirtækjum.

Tölvu- og tækjanotkun skipar stóran sess á skrifstofum. Þó að tölvur séu stórkostleg tæki að flestra mati hefur tölvuframleiðsla geigvænlega neikvæð umhverfisáhrif. Bæði vegna þeirra náttúrauðlinda sem framleiðsla hráefnis í tölvurnar hefur í för með sér, flutnings efnis heimsálfa á milli og síðan framleiðsluferlisins við gerð tölvunnar sjálfrar, en hún orsakar aðra röð af neikvæðum umhverfisáhrifum.

Auk þess getur loft orðið „rafmagnað“ í rými sem mörg raftæki eru í. Þurrt loft og geislun frá skjáum geta haft neikvæð áhrif á heilsuna og því er regluleg loftun mjög mikilvæg. Ein góð planta hreinsar loftið og ætti því að vera staðalbúnaður á hverri skrifstofu.

Orkunotkun getur auðvitað orðið mjög mikil samfara mörgum tækjum sem malla dag og nótt.

Birt:
16. maí 2014
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Skrifstofan“, Náttúran.is: 16. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/skrifstofan/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júní 2007
breytt: 16. maí 2014

Skilaboð: