Skór
Skór, eins og annað, eru til í mörgum gæðaflokkum. Handgerðir skór eru orðnir sjaldgæfir og fjöldaframleiðslan hefur tekið yfirhöndina. Skóiðnaðurinn hefur færst til Asíu þar sem oft er erfitt að hafa eftirlit með því hvort að framleiðslan sé umhverfisvæn eða framleiðsluaðferðir skaðlegar bæði þeim sem vinna í verksmiðjunum og umhverfinu.
Þó eru til skóhönnuðir og framleiðendur alls staðar í heiminum, sem vinna í anda sjálfbærrar þróunar og taka tillit til bæði þæginda skónna og áhrifa á umhverfið. Það er því okkar að velja að versla við þá umfram aðra.
Ef vel er hirt um góða skó og borið á þá og þeir pússaðir reglulega geta þeir enst í mörg ár, jafnvel áratugi. Það er sparnaður af að kaupa gæðavöru, þó að hún sé dýrari. Ódýr föt og skór spara til lengri tíma litið ekkert því þú þarft í staðinn að fjárfesta nokkrum sinnum til að uppfylla sömu þörfina.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Skór“, Náttúran.is: 26. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/skr/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. maí 2014