Ríkisstjórnin styrkir vistakstur
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 18. júní að styrkja evrópuverkefni í vistaksturskennslu. Aðrir bakhjarlar verkefnisins verða Toyota á Íslandi og Vátryggingafélag Íslands (VÍS). Landvernd mun annast rekstur verkefnisins á Íslandi og Orkusetrið á Akureyri verður samstarfsaðili við framkvæmd þess og kynningu á því. Landvernd mun sjá um kennsluna með aksturshermum sem hannaðir voru af EcoLife í Belgíu í samstarfi við Toyota í Evrópu. Verkefnið hefur verið til reynslu í 1 ár í Belgíu en nú stendur til að fjölga þátttökuþjóðum og fara af stað með verkefnið í Noregi, á Spáni, í Bretlandi og á Íslandi. Fimm aksturshermar verða fluttir til Íslands og eru þeir væntanlegir síðsumars.
Samfélagslegur ávinningur af vistakstri er mikill og margþættur og má t.d. nefna minni mengun, lægri slysatíðni, minni innflutning á eldsneyti og bætta umferðarmenningu. Stefnt er að því að kenna um 10.000 ökumönnum á 12 mánuðum en auk þess verða aksturshermarnir notaðir á viðburðum og kynningum af ýmsu tagi þar sem gestir og gangandi munu fá upplýsingar um vistakstur og tækifæri til að prófa aksturshermana. Þá verður í kynningu á átakinu horft til þess að miðla upplýsingum um lykilatriði í vistakstri. Mælingar sýna að eyðsla og útblástur þeirra sem tileinka sér vistakstur minnkar um 5-10% en út frá því má áætla að eftir 12 mánuði muni útblástur minnka um sem nemur u.þ.b. 3.000 tonnum á ári. Myndin er af ríkisstjórn Íslands.
Samfélagslegur ávinningur af vistakstri er mikill og margþættur og má t.d. nefna minni mengun, lægri slysatíðni, minni innflutning á eldsneyti og bætta umferðarmenningu. Stefnt er að því að kenna um 10.000 ökumönnum á 12 mánuðum en auk þess verða aksturshermarnir notaðir á viðburðum og kynningum af ýmsu tagi þar sem gestir og gangandi munu fá upplýsingar um vistakstur og tækifæri til að prófa aksturshermana. Þá verður í kynningu á átakinu horft til þess að miðla upplýsingum um lykilatriði í vistakstri. Mælingar sýna að eyðsla og útblástur þeirra sem tileinka sér vistakstur minnkar um 5-10% en út frá því má áætla að eftir 12 mánuði muni útblástur minnka um sem nemur u.þ.b. 3.000 tonnum á ári. Myndin er af ríkisstjórn Íslands.
Birt:
21. júní 2008
Tilvitnun:
Landvernd „Ríkisstjórnin styrkir vistakstur“, Náttúran.is: 21. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/21/rikisstjornin-styrkir-vistakstur/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.