Náttúran.is vinnur nú að gerð íslenskrar útgáfu græns korts eða Green Map sem er alþjóðlegt samstarf um kortlagningu umvherfisvænnar þjónustu og náttúruverðmæta. Það er Anna Karlsdóttir lektor við HÍ sem er í forsvari fyrir Green Map hérlendis. Grænar síður Náttúrunnar eru eina heildstæða samantektin á vottaðri starfssemi og umvhverfismeðvituðum rekstri hérlendis og þótti því henta vel að nýta þau gögn til kortagerðar. Nú er unnið að hnitsetningu þessara gagna svo varpa megi upplýsingum á gagnvirk kort. Þessi þjónusta mun opna hér á Náttúran.is á næstu dögum og þróast svo áfram eftir þörfum og þróun í tæknilegum lausnum.

Náttúran.is vonast til að þetta framtak bæti þjónustuna við notendur vefsins og styði vaxandi þjónsutu á þessu sviði hérlendis.

Birt:
24. júní 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Grænt Íslandskort“, Náttúran.is: 24. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/24/graent-islandskort/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 30. júní 2008

Skilaboð: