Frystivara
Frysting matvæla við kjöraðstæður í frysti er góð leið til að stöðva örvervuöxt og minnka ensímvirkni lífrænna afurða. Geymsla í frysti getur þó aðeins verið tímabundin og er háð þvi að hitastiginu sé haldið jöfnu þ.e. -18 °C út allan geymslutímann og að frágangi matvæla, hreinlæti og afhýðingu sé rétt staðið. Talað er um að ekki eigi að geyma mat lengur en í eitt ár í frysti, oft líka skemur. Við frystingu hægir nefnilega aðeins á niðurbrotsferlinu en það stöðvast ekki algerlega.
Á frystivörum í verslunum stendur jafnan hve lengi varan geymist en þegar um eigin framleiðslu er að ræða er ráðlegt að merkja á umbúðirnar hvenær maturinn er settur í frystinn. Maturinn missir eitthvað af næringargildi sínu við frystingu en það vegur upp á móti að fyrir stórar fjölskyldur og þá sem tækifæri hafa til að fá heilu eða hálfu skrokkana eða uppskera mikð magn matar, getur stór frystir verið brunnur sparnaðar.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Frystivara“, Náttúran.is: 4. febrúar 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/22/frystivara/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. júní 2007
breytt: 18. maí 2014