Á morgun verður síðasta námskeið Sólveigar Eiríksdóttur (Sollu) og Guðrúnu Helgu Rúnarsdóttur, fyrir þá sem langar til að taka til í mataræðinu sínu og fræðast um og læra að nota meira heilsuhráefni í matargerðinni. Hollara fyrir budduna, línurnar og andann, segir í tilkynningu um námskeiðið. Þær Solla og Guðrún kenna að gera mjög einfalda og fljótlega rétti, ódýra, holla og bragðgóða grænmetis og baunarétti ásamt dásamlegum hollustudesert. Formið á námskeiðinu er fræðsla og sýnikennsla og verður haldið í húsakynnum veitingastaðarins Gló í Listhúsinu í Laugardal.

  • ódýrt og hollt
  • Einfalt, fljótlegt og gómsætt
  • Allt um baunir og annað heilsuhráefni
  • Lífrænt – hversvegna?
  • Sykurlausir eftirréttir
  • Girnilegar uppskriftir

Uppskriftamappa fylgir ásamt fullri máltíð. Sjá nánar á www.events.glo.is

Birt:
March 21, 2011
Tilvitnun:
Sólveig Eiríksdóttir „Græn næring aukin orka - námskeið til að taka til í mataræðinu“, Náttúran.is: March 21, 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/21/graen-naering-aukin-orka-namskeid-til-ad-taka-til-/ [Skoðað:Sept. 12, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 21, 2012

Messages: