Rauðpunktaherferð Glitnis sem dundi á þjóðinni í allt of langan tíma hefur nú loks verið sjúkdómsgreind og meðhöndluð sem „græðgi, sólund og forsjárleysi“.

Í annarri herferð bankans fyrir Save&Save sparnaðarreikninginn var einnig auglýst út í hið óendanleg að verið væri að bjarga náttúrunni þar sem bankinn myndi leggja 0,1 prósent mótframlag „til umhverfismála“ í Glitnir Globe, sjóð sem á að styrkja verkefni í þágu sjálfbærrar þróunar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Náttúrunnar.is (frá miðjum júní 2008) til að komast að því hvað átt væri við „til umhverfismála“, hvort átt væri við nýjar „grænar“ virkjanir eða eitthvað annað og hvernig Gltnir Globe starfi, fengust engin svör. Stórkostleg mönnun í stjórn sjóðsins gefur ekki tilefni til að ætla að um annað en virðingarvert verkefni sé að ræða en spurningum okkar um sjóðinn hefur enn ekki verið svarað. Það væri t.d. áhugavert að vita hvort að framtak eins og Náttúran.is væri talið styrkhæft??

Það er allavega óskandi að Glitnir nái bata og trúverðugleika á ný . Til þess þarf starfsemin að vera heil og sönn og ekki styðjast við innantóm loforð og útbrot. Vonandi standa nýir eigendur undir þeim væntingum

Birt:
29. september 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Voru rauðu punktarnir sjúkdómseinkenni?“, Náttúran.is: 29. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/29/voru-rauou-punktarnir-sjukdomseinkenni/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: