Umhverfisfræðinga inn í allar stjórnir!
Orð dagsins 9. október 2008.
Sérfræðingar á sviði umhverfismála ættu að sitja í stjórn allra fyrirtækja. Slík ráðstöfun væri ekki aðeins góð fyrir umhverfið, heldur einnig rekstur fyrirtækjanna. Bætt umhverfisframmistaða fyrirtækja stuðlar ekki aðeins að verndun mikilvægra tegunda lífvera, því að um leið minnkar úrgangur, ný störf skapast og hagnaður eykst. Þetta kom fram í máli Valli Moosa, forseta alþjóðanátturuverndarsamtakanna IUCN við setningu tveggja vikna ráðstefnu samtakanna, sem hófst í Barcelona sl. sunnudag. Ráðstefnuna sækja um 8.000 fulltrúar frá rúmlega 170 þjóðum.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter 7. október sl.
Sjá umhverfisráðgefandi fyrirtæki og umhverfissérfræðinga hér á græna Íslandskortinu.
Birt:
9. október 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Umhverfisfræðinga inn í allar stjórnir!“, Náttúran.is: 9. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/09/umhverfisfraeoinga-inn-i-allar-stjornir/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.