Sama dag og hinn ný ji forseti Barack Hussein Obama tekur við völdum í Bandaríkjunum nær mótmælaaldan á Íslandi því að verða borgarastyrjöld í eiginlegri merkingu þess orðs. Um tvöþúsun manns komu saman við þingsetningu við Alþingishúsið í gær og stóðu stigmagnandi mótmæli langt fram á nótt. Fjöldi manns var handtekinn og piparúða og kylfum beitt gegn börnum og gamalmennum. Ástæða uppþotsins í gær er augljós. Fólkið í landinu er búið að fá sig fullsatt á ábyrgðarleysi stjórnvalda og telur að nú sé nóg komið og ríkisstjórnin eigi að lýsa sig óhæfa og fara frá til að gefa Íslendingum kost á að kjósa að nýju.

Vefurinn kjosa.is hefur frá því í október tekið við undirskriftum þeirra sem boða vilja til kosninga. Rúmlega sexþúsund manns hafa skrifað nafn sitt á listann en fréttamiðlum þessa lands hefur ekki þótt taka því að nefna vefinn á nafn né fjalla um hann á nokkurn hátt. Fólk er hvatt til að nota vefinn og koma honum á framfæri við vini sína og mæta í næstu  kröfumótmæli um endurnýjun og uppstokkun í ríkisstjórn og æðslu fjármálastofnunum landsins.

Birt:
21. janúar 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Áhrifadagur í Bandaríkjunum og á Íslandi“, Náttúran.is: 21. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/21/ahrifadagur-i-bandarikjunum-og-islandi/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: