Náttúruspilin 2008 komin út
Á Degi umhverfisins, þ. 25. apríl sl. var liðið eitt ár síðan að Náttúran.is fór í loftið. Til að kynna vefinn og innihald hans hönnuðum við svokölluð Náttúruspil, úrval góðra ráða af vefnum í formi stokks þá með 48 góðum ráðum. Spilunum var dreift víða en einungis í kynningarskyni. Nú á eins árs afmæli vefsins er fyrsta upplagið uppurið en spilin hafa notið fádæma vinsælda. Því var farið í endurútgáfu fyrir eins árs afmælið og við það tækifæri bættum við fjórum spilum til viðbótar í stokkinn og uppfærðum og aðlöguðum ýmsar upplýsingar í takt við efni á vefnum. Nú er komið ISBN númer á stokkinn og verður hann fáanlegur m.a. í verslunum Pennans Eymundsson. Áfram verður hægt að kaupa stokkinn hér á vefnum. Hægt er að panta stokkana í stærra upplagi á nature@nature.is og fyrirtækjum stendur til boða að fá stokkana sérmerkta.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúruspilin 2008 komin út“, Náttúran.is: 12. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/06/natturspilin-2008/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. maí 2008
breytt: 2. mars 2009