Fræðslugöngur OR í sumar
Á hverju sumri stendur Orkuveita Reykjavíkur fyrir fræðslugöngum, en þær má rekja aftur til menningarársins 2000. Markmið þeirra er að bjóða almenningi vandaða leiðsögn um útivistarsvæði, sem Orkuveita Reykjavíkur starfar á, svo sem Elliðaárdalinn, allt frá ósum upp að Gvendarbrunnum, og Hengilssvæðið.
Í kvöld verður gengin fyrsta fræðsluganga Orkuveitu Reykjavíkur sumarið 2010. Þá verður fuglalífið í Elliðaárdalnum skoðað og er mæting í gönguna kl. 19:30 við Minjasafn OR í Elliðaárdal. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér sjónauka. Leiðsögn verður í höndum Hafsteins Björgvinssonar, mikils fuglaáhugamanns og umsjónarmanns vatnsverndarsvæðanna í Heiðmörkinni.
Göngurnar birtast á viðburðardagatalinu hér til hægri á síðunni svo enginn ætti að missa af þeim ferðurm sem hugurinn stendur til. Ef þú smellir á nánar hér undir greininni birtast allar göngurnar í sumar eins og þær munu birtast undir hverjum mánuði á dagatalinu.
Allir velkomnir og þátttaka er ókeypis.
Ljósmynd: Frá einni af göngum OR um Hengilssvæðið, OR.
Birt:
Tilvitnun:
Orkuveita Reykjavíkur „Fræðslugöngur OR í sumar“, Náttúran.is: 25. maí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/05/25/fraedslugongur/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.