Grænt „gras“ í Japan
Japanskt fyrirtæki, Suntory tilkynnti s.l. mánudag að fyrirtækið hefði hannað nýja tegund af jarðvegi sem halda muni grasi grænu en stefnt verður að því að markaðssetja vöruna til stórborga sem vilja halda sér grænum.
Þá verður einnig hægt að bera jarðveginn á húsþök og eins utan á hús kjósi fólk að njóta grænnar náttúru eins og segir í tilkynningunni. Þá mun grasið einnig halda hita frá húsum þannig að minni nauðsyn verður á notkun loftkælinga, en talið er að hægt sé að minnka hitastig á húsþökum um allt að 10°C.
Í Tokyo hefur verið mikil umræða um umhverfismál en vaxandi áhyggjur er yfir skort á bæði trjám og grænum reitum í borginni.
Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að 450 grömm af hinum nýja jarðvegi jafnist á við 1 kíló af venjulegum jarðvegi og sé þannig mun léttari og meðhöndlanlegri en áður hefur þekktst.
Borgaryfirvöld í Tokyo hafa samþykkt reglugerð sem felur í sér að öll ný húsnæði í meðalstærð og stærri skuli hafa þök þakin grasi en með því er stefnan tekin á grænni borg.
Birt:
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Grænt „gras“ í Japan“, Náttúran.is: 1. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/01/graent-gras-i-japan/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.