MAD gerist grænt
Að gerast græn er ekki eitthvað sem maður montar sig af. Það er mjög mikilvægt. Mórölsk skylda hvers manns og mikill ábyrgðarhlutur! Þess vegna erum við rosaleg glöð að tilkynna að MAD GERIST GRÆNT! Ekki hafa áhyggjur, við ætlum ekki að birta heilsíðuauglýsingar, en þú átt eftir að lesa um þetta á auglýsingaskiltum, á strætó og á veggspjöldum í neðanjarðarlestunum. Og ef þú átt heimili í einum af aðal..:namespace prefix = st1 ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:smarttags" />US cities, hafðu augun opin fyrir "MAD gerist grænt“ dreifimiðum. Við munum nota sparneytnar flugvélar til að dreifa milljónum af dreifimiðum úr lofti.
Þetta er heimsátak hjá MAD, og allar skriftstofur okkar, um víða veröld taka þátt. Og það tekur til allra á litlu skrifstofunum okkar fimm á fjórðu hæð á 1700 Broadway. Við höfum nú þegar hafið „samferða“ hóp fyrir starfsmenn. En þar sem enginn af okkur átti bíl því allir ferðuðust með almenningssamgönum til þessa, þurftum við að kaupa bíl. Við fundum stóran Hummer sem allir passa í. Ekki hafa áhyggjur af Hummernum, hann er grænn, með gulllistum. Með gluggana opna upp á gátt og miðstöðina á fullu, á köldum morgnum, komum við fersk í vinnuna og tilbúin að ræða umhverfismál.
Þannig hljómar hluti af grænni stefnumörkun MAD í júlíútgáfu blaðsins. Enn er hægt að finna blaðið bæði á heimasíðu MAD og á Ebay. Fyndið og skemmtilegt!
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „MAD gerist grænt“, Náttúran.is: 19. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/19/mad-gerist-graent/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.