Endurvinnsluflokkar og þjónusta tengjast hverri vöru
Náttúran.is hefur tekið að sér að að vera óháður vettvangur þeirra aðila sem bjóða þjónustu á sviði endurvinnslu.
Tll þess að gera það gagnsærra og auðveldara fyrir almenning að bera saman endurvinnsluþjónustuna sem í boði er á Íslandi hefur Náttúran.is tengt allar vörur á vefverslun sinni Náttúrumarkaðinum við þá endurvinnsluþjónustu sem í boði er, bæði fyrir innihald og umbúðir. Þannig vill Náttúran.is gera endurvinnanleika einn af þeim þáttum sem neytandinn tekur inn í reikninginn þegar kaupákvörðun er tekin.
Þegar rennt er yfir hvern Fenúrflokk, tunnu eða gám birtast textaupplýsingar um hvað fer í tiltekinn flokk og ef um gjaldskylda þjónustu er að ræða er það tekið fram sérstaklega.
Skoðaðu dæmi um endurvinnslumöguleika á innihaldi og umbúðum Rabarbía Rabarbarakaramellunar.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Endurvinnsluflokkar og þjónusta tengjast hverri vöru“, Náttúran.is: 11. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/11/endurvinnsluthjonustan/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. mars 2009