Vistvæn innkaup ríkis og sveitarfélaga - Staðan á Íslandi
Nú liggja fyrir drög að stefnu um vistvæn innkaup ríkisins. Þau hafa verið í vinnslu frá árinu 2003. Það var fjármálaráðuneytið sem kallaði eftir stefnunnii og hún á að verða undirstefna innkaupastefnu ríkisins sem samþykkt var nóvember 2007. Stýrihópur um vistvæn innkaup stóð að undirbúningsvinnu vegna stefnunnar, en í stýrihópi eru fulltrúar frá Ríkiskaupum, umhverfisráðuneyti, Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær en þau Birna Helgadóttir umhverfistjórnunarfræðingu og Finnur Sveinsson viðskiptafræðingur og umhverfisfræðingur hafa unnið með hópnum að tilllögunum.
Stuðst var við umhverfisskilyrði sem grannar okkar á norðurlöndunum nota. Skilyrðin eru því að miklu leyti samræmd á norðurlöndunum sem ætti að skapa hagræði fyrir söluaðila og birgja hér á landi. Næsta skref eruað stefnan verði samþykkt af ríkisstjórn og að þá fari af stað metnaðarfullt starf að því að efla vistvæn innkaup ríkisins skv. því verklagi sem stefnan segir til um.
Sjá drög að stefnu varðandi kaup á efnavörum.
Sjá drög að stefnu varðandi kaup á húsgögnum.
Sjá drög að stefnu varðandi kaup á dekkjum og skýringar varðandi dekk.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vistvæn innkaup ríkis og sveitarfélaga - Staðan á Íslandi“, Náttúran.is: 20. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/20/vistvaen-innkaup-rikis-og-sveitarfelaga-staoan-isl/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.