Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra boðaði til blaðamannafundar í dag kl. 16:00 þar sem tilkynnt yrði um úrskurða ráðuneytisins varðandi kæru sem Landvernd lagði fram v. álits Skipulagsstofnunar á umhverfismati v. álvers í Helguvík. Því er skemmst frá að segja að ráðherra úrskurðaði á þann veg að kæru Landverndar er vísað frá. Það þýðir með öðrum orðum að ekki verði gerð krafa um heildstætt umhverfismat fyrir framkvæmdirnar og að grænt ljós sé komið á framkvæmdirnar hvað varðar umhverfismatið. Það þýðir þó ekki að álver í Helguvík sé í höfn því enn eru margir óvissuþættir í stöðunni eins og orkuöflun, orkuflutningar og losunarkvóti. Niðurstaðan er þó ósigur fyrir samtökin Landvernd sem telja að þau vinnubrögð að meta framkvæmdir af þessari stærðargráðu ekki heildstætt sé tímaskekkja.

Úrskurðurinn hefst á eftirtöldum orðum:

Umhverfisráðuneytinu barst þann 11. október sl. kæra Landverndar vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 4. október sl. að beita ekki þeirri valdheimild sem felst í 2. mgr. 5.gt. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík og framkvæmdum því tengdu. Kæruheimild er í 14 gr. umræddra laga.

Sjá úrskurðinn í heild sinni. 

Birt:
3. apríl 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Úrskurður umhverfisráðherra kæru Landverndar í óhag“, Náttúran.is: 3. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/03/urskurour-umhverfisraoherra-kaeru-landverndar-i-oh/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: