Gísla Tryggvasyni talsmanni neytenda var boðið til Silfur Egils í hádeginu á sunnudaginn og dró hann þar fram skýra mynd af stöðu mála neytenda í landinu. Gísli kallaði eftir aðgerðum „strax“ því staða heimilanna væri nú þannig orðin að fólk gæti hreinlega ekki mætt fjárhagslegum skuldbindingum sínum sem hækkað hafa um tugir prósenta við hrun krónunnar og vaxtaprósentuna á undanförnum vikum og mánuðum.

Gísli benti á að einsmanns embætti Talsmanns neytenda og Neytendasamtökin væru einu aðilarnir í landinu sem eiga að verja neytendur og tala þeirra máli. Hann benti á að það væri algerlega ólíðandi að ríkisvaldið komi ekki neytendum til bjargar og gerðu ekkert í málinu.

Hvort sem að kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni sem átti sér stað með hlutafjáraukningu nú um helginu sé byrjunin á „tímabundinni“ yfirtöku og björgunaraðgerðum víðar eða ekki má þó segja að skriður sé komið á málið þó úrlausn fyrir neytendur séu kannski ekki í sjónmáli.

Sjá nánar um Talsmann neytenda á vef embættisins.

Birt:
29. september 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vökul augu Talsmanns neytenda“, Náttúran.is: 29. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/29/voku-augu-talsmanns-neytenda/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: