George Osborne, sem fer með fjármál í skuggaráðuneyti Íhaldsmanna á Bretlandi, hefur lagt fram tillögur um að setja fót sérstakan hlutabréfamarkað til hliðar við Kauphöll Lundúna sem sérhæfi sig í grænum tæknifyrirtækjum.

Markaðurinn, sem nefndur er Green Environmental Market eða GEM, yrði byggður á velgengni Aim, sem er undirmarkaður Kauphallar Lundúna fyrir lítil og meðalstór sprotafyrirtæki. Osborne leggur til að GEM njóti opinberrar hvatningar í formi skattaívilnana og einfaldaðs reglugerðarumhverfis.

Íhaldsmenn líta á tillögurnar sem leið til að fá markaðsöflin til liðs við skuldbindingar Breta um að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í 15% fyrir árið 2020, með því að auka fjárstreymi til fyrirtækja sem starfa á því sviði. Nánar verður fjallað um þessar tillögur á umhverfissíðum Viðskiptablaðsins og hér á Náttúran.is næstkomandi föstudag. Ft.com um málið, og Conservatives.com.

Mynd af conservatives.com.
Birt:
26. febrúar 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „London verði höfuðborg grænna fjárfestinga“, Náttúran.is: 26. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/26/london-veroi-hofuoborg-graenna-fjarfestinga/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: