Hvað á að flokka

Margskonar málmhlutir falla til á heimilinu t.d. niðursuðudósir, álpappír, málmurinn utan um sprittkerti og málmlok af krukkum en einnig eru húsgögn oft að hluta eða alveg úr málmi.

Hvernig á að flokka
Niðursuðudósir skal skola áður en þeim er skilað til endurvinnslu og álpappír og umbúðir skulu vera án matarleifa. Málmur ætti ekki að fara í ruslatunnuna þar sem um er að ræða verðmætt hráefni.

Hvert á að skila
Á endurvinnslustöðvum eru gámar fyrir málm frá almenningi. Fyrirtæki með málm í miklu magni skila beint til brotajárnsfyrirtækja.

Hvað er gert við hráefnið - endurvinnsla
Málmur er fluttur til brotamálmsfyrirtækjanna Furu ehf. í Hafnarfirði og Hringrásar ehf. í Reykjavík. Þar er málmurinn flokkaður og rúmmálsminnkaður og síðan fluttur út til bræðslu og endurvinnslu.  

Látum ekki verðmæti fara til spillis. Flokkum og skilum málmi til endurvinnslu!

Við endurvinnslu á áli eru aðeins notuð 5% af þeirri orku sem annars þyrfti til framleiðslu á álinu.

Birt:
28. mars 2007
Höfundur:
Uppruni:
SORPA bs
Tilvitnun:
NA „Málmur“, Náttúran.is: 28. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 20. apríl 2007

Skilaboð: