The Story of Stuff - Neyslusaga
The Story of STUFF eftir Annie Leonard hefur verið þýtt sem „Neyslusaga“ á íslensku en myndin var sýnd á 2. heimskaffii sem haldin var í Háskóla Íslands í gær. Þessa litlu stóru teikni-kvikmynd var ég ekki að sjá í fyrsta skipti og margir heimskaffisgesta höfðu vafalaust séð hana áður en í samhengi umræðunnar um gildi, sjálfbærni og stöðu Íslands og heimsins alls í dag er myndin góð upprifjun enda tekur hún á því að neyusluhyggjan sé/hafi verið úthugsað stjórntæki sem gerði okkur ekki að meðvituðum hugsandi heimsíbúum heldur fyrst og fremst að „neytendum“ sem byggja sjálfsímynd sína á því hvað þeir geti leyft sér að kaupa. Við verðum að endurskoða neysluvenjum okkar og nú er rétti tíminn til þess. Í raun höfum ekki annarra kost völ!
Ef þú hefur ekki séð myndina, þá er tími til kominn. Sjá myndina The Story of STUFF á YouTube
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „The Story of Stuff - Neyslusaga“, Náttúran.is: 1. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/01/story-stuff-neyslusaga/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.