Lokaveisla og græn samdrykkja Grænna daga í Norræna húsinu
Í kvöld kl. 18:00 - 24:00 stendur GAIA félag meisaranema í umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ lokaveislu Grænna daga sem staðið hafa alla vikuna. Veisluhöldin byrja kl. 18:00 á tónlist Sudden Weather Change sem samanstendur af Bergi Thomas Anderson, Degi Stephensen, Benjamin Mark Stacey, Loji Höskuldssyni og Oddi Guðmundssyni. Eftir tónleikana flytur Kristín Vala Ragnarsdóttir forseti Verkfræði- og Náttúruvísindasviðs HÍ lokaræðu Grænna daga. Nokkrum verðlaunum verður úthlutað að lokinni ræðu Kristínar Völu t.d. fyrir „besta búninginn“ en hvatt er til þess að fólk mæti í klæðnaði/búningum sem hafi „græna“ skírskotun. Fulltrúar GAIA eru í dómnefnd um besta búninginn og vilja minna á að „grænt“ vísar ekki endilega til litar heldur hugmyndafræðinnar sem að baki býr. GAIA vonast til að sjá alla áhugasama í Norræna húsinu í kvöld.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lokaveisla og græn samdrykkja Grænna daga í Norræna húsinu“, Náttúran.is: 6. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/06/lokaveisla-og-graen-samdrykkja-graenna-daga-i-norr/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.