The Carbon Trust hefur þróað CO2 Carbon label (kolefnisvottun) sem sýnir þá kolefnislosun í grömmum sem hver einstök vara er ábyrg fyrir. The Carbon Trust mælir þá kolefnislosun sem framleiðsla vörunnar, þar með talin ræktun hráefnisins, orkunotkun og dreifing eru ábyrg fyrir og er eina viðurkennda viðmið sinnar tegundar í Bretlandi. The Carbon Trust er breskur kolefnissjóðurinn sem hefur það að markmiði að hvetja til minnkunar á losun kolefnis CO2 og vinna með samtökum og fyrirtækjum að þróun tækniaðferða sem geti stuðlað að minnkun kolefnislosunar í atvinnulífinu. Carbon Trust loftslagsvottunin er ein sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Sjá nánar á vef Carbon Trust label.

Birt:
26. apríl 2010
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „CO2 Carbon label“, Náttúran.is: 26. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2008/03/18/carbon-label/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 18. mars 2008
breytt: 26. apríl 2010

Skilaboð: