Laugardaginnn 21. júní verður opinn veiðidagur í Alviðru frá kl. 11:00-18:00. Hugmyndin er að gefa þeim sem ekki stunda stagveiði alla jafna kost á að kynnast þessari skemmtilegu iðju. Þetta er fimmta árið í röð sem Alviðra og Stangveiðifélag Reykjavíkur hafa samvinnu um opinn veiðidag í Alviðru.

Góð þátttaka hefur verið undanfarin ár og almenn ánægja með framtakið. Ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta með stangirnar og reyna fyrir sér. Vanir veiðimenn frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur verða til leiðsagnar. Boðið verður upp á kaffi, kleinur og kakó í veiðihúsinu í Alviðru. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Alviðra, umhverfis- og fræðslusetur Landverndar, er í Ölfusi í Árnessþsslu og stendur undir Ingólfsfjalli rétt við Sogsbrú, í 60 km fjarlægð frá Reykjavík.

Sjá um Alviðru á vef Landverndar.

Birt:
17. júní 2008
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Hjördís B. Ásgeirsdóttir „Opinn veiðidagur í Alviðru“, Náttúran.is: 17. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/17/opinn-veioidagur-i-alvioru/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 18. júní 2008

Skilaboð: