Kaupmannahafnarfundurinn undirbúinn
Vefur um Kaupmannahafnarfund Rammaáætlunar Sameinuðu þjóðanna um lofslagsbreytingar COP15 hefur litið dagsins ljós en á fundinum munu þjóðir heims reyna að ná samkomulagi um framhaldsaðgerðir við Kyoto bókunina en hún fellur úr gildi árið 2012. Kaupmannahafnarfundurinn verður haldinn dagana 7. - 18. desember nk. og er undirbúningur í fullum gangi á öllum vígstöðvum. Bæði undirbýr hver þjóð sig og leggur mikla vinnu í að móta stefnu sína fyrir fundinn auk þess sem gestgjafinn Kaupmannahöfn leggur mikið upp úr því að fundurinn fái sem besta umgjörð og ný tist sem best til kynningar lands, borgar og þjóðar.
Sjá einnig vefinn coolplanet2009.org sem opnaður var fyrir stuttu til undirbúnings sama fundar en með áherslu á það sem félög, grasrótarsamtök og listamenn heimsins leggja til baráttunnar gegn lofslagsbreytingum.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kaupmannahafnarfundurinn undirbúinn“, Náttúran.is: 24. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/24/kaupmannahafnarfundurinn-undirbuinn/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.