Svanurinn fyrir umhverfið og heilsuna
Umhverfisstofnun vekur athygli á því að dagana 14. – 22. maí stendur yfir kynningarátak um umhverfismerkið Svaninn. Tilgangurinn með átakinu er að auka verðmæti merkisins með því að auka hlutfall þeirra sem þekkja merkið og versla Svansmerktar vörur/þjónustu. Helstu skilaboðin eru að Svansmerkt er betra fyrir umhverfið og heilsuna. Strangar kröfur Svansins tryggja lágmörkun neikvæðra heilsu- og umhverfisáhrifa. Gæðin eru tryggð þar sem virknin þarf að vera jafn góð eða betri en í sambærilegum vörum og þjónustu. Slagorðið sem notast verður við er „Svanurinn fyrir umhverfið og heilsuna“.
Tilgangurinn með Kynningarátaki Svansins er að auka verðmæti merkisins með því að auka hlutfall þeirra sem þekkja merkið og versla Svansmerktar vörur/þjónustu. Meðal samstarfsaðila í átakinu eru; Bylgjan, Neytendasamtökin, Fjarðarkaup, Samkaup, Nýherji, Ölgerðin, Hekla, Kaffitár, Húsasmiðjan, útgáfufélagið Birtingur, Prentsmiðjan Oddi, hjá Guðjóni Ó, Náttúran.is o.fl.
Sjá þau fyrirtæki sem hafa Svansvottun hér á landi á Grænum síðum.
Sjá þá vöruflokka sem eru í boði af Svansvottuðum vörum hér á landi undir „Vörur/Vottað Svanurinn“ en í hverjum flokki finnur þú hvaða fyrirtæki flytja inn/dreifa viðkomandi vöruflokki og hvað vörurnar heita. Sé varan til nákvæmlega skráð til sölu eða kynningar er hana að finna í Svansbúðinni hér á Náttúrumarkaði. Samsvarandi flokkur er fyrir þjónustuflokkana undir „Þjónusta/Vottað Svanurinn“ hér á Grænum síðum.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun, Náttúran „Svanurinn fyrir umhverfið og heilsuna“, Náttúran.is: 11. maí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/05/11/svanurinn-fyrir-umhverfid-og-heilsuna/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.