Í dag hefst vika hinna endurnýjanlegu orkugjafa hjá Evrópusambandinu (European Union Sustainable Energy Week 2008). Þetta er annað árið í röð sem að slík vika er skipulögð og viðkvæðið í ár er „Taktu vikuna í að hugsa um morgundaginn“. Ný aðgerðaráætlun sambandsins um hvernig það hyggist stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum verður sérstaklega kynnt. Sjá frétt um aðgerðaráætlunina.

Mikil gagnrýni er að komast á skrið gegn svokölluðu vistvænu eldsneyti, endurnýjanlegum orkugjöfum s.s. lífdísel og etanóli en Greenpeace hefur m.a. bent á að það sé að hreint ekki vistvænt þegar allt komi til alls. Þar sem Evrópusambandið hyggst kynna sérstaklega stefnu sína um að koma notkun á endurnýjanlegu eldsneytis upp í 10% kemur tímasetningin sér sérstaklega illa. Sjá frétt á Treehugger.

Birt:
28. janúar 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vika hinna endurnýjanlegu orkugjafa“, Náttúran.is: 28. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/27/vika-hinna-endurnyjanlegu-orkugjafa/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 27. janúar 2008

Skilaboð: