Handverksmaður (kona) ársins - Guðrún Á. Steingrímsdóttir
Guðrún Ásgerður Steingrímsdóttir var valin Handverkskona ársins á Handverkshátíðinni að Hrafnagili nú fyrr í mánuðinum. Guðrún vinnur verk sín að mestu úr horni og beinum auk annars náttúrulegs efniviðs svo sem ull og skinni. Guðrún hefur fullkomnað handverk sitt jafnt og þétt en hún fór fyrst á námskeið hjá dananum Sören Nordenkjær árið 1993 til að læra að vinna úr hornum og beinum.
Guðrún hefur einnig sótt námskeið í tréskurði og tálgun og numið miðaldahandverk við Bäckedalsfolkhögskola í Svíþjóð á árunum 2001-2003, með megináherslu á skinnaverkun og skinnahandsaum. Guðrún er virkur þátttakandi í handverkshópunum Hagar hendur, Laufáshópnum og Gásahópnum sem allir starfa í Eyjafirði þar sem Guðrún er búsett. Hún veitir einnig Smámunasafninu í Eyjafirði forstöðu.
Guðrún hefur tekið þátt í ýmsum handverkssýningum hérlendis og hlotið viðurkenningar fyrir verk sín og er vel að titiinum „Handverkskona ársins 2009“.
Myndin er af Guðrúnu við glerskáp með handverki sínu að Hrafnagili. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Handverksmaður (kona) ársins - Guðrún Á. Steingrímsdóttir“, Náttúran.is: 21. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/21/handverksmaour-kona-arsins-guorun-steingrimsdottir/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.