Erfðabreytt náttúra - Náttúrufræðistofnunar Íslands
Náttúrufræðistofnun Íslands stendur fyrir erindi Kristins P. Magnússonar sameindalíffræðings á NÍ um „Erfðabreytta náttúru“ en erindið verður flutt kl. 15:15 nk. miðvikudag þ. 25. apríl, sem er Dagur umhverfisins.
Í frétt á vef stofnunarinnar koma fram fullyrðingar sem eru í meira lagi vafasamar. Þar segir m.a. „Afkastamikill landbúnaður byggist á skipulagðri rækt á einsleitum kvæmum tegunda sem gefa af sér góða uppskeru. Með erfðatækni er hægt að erfðabreyta nytjaplöntum til að hámarka uppskeru með því að gera markvissar breytingar á erfðamenginu. Erfðabreyttur landbúnaður mun í framtíðinni mæta aukinni eftirspurn eftir matvælum, hráefni í lífeldsneyti, grænum efnasamböndum og auðniðurbrjótanlegu lífrænu plasti og olíum. Erfðabreytt ræktun, lífræn ræktun og verndun líffræðilegrar fjölbreytni getur hæglega þrifist saman án vandræða.“
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Erfðabreytt náttúra - Náttúrufræðistofnunar Íslands“, Náttúran.is: 20. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/20/erfdabreytt-nattura-natturufraedistofnunar-islands/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 21. apríl 2012