Hvernig miðar stefnumótum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum?
Skýrsla Germanwatch - Greinargerð Náttúruverndarsamtaka Íslands
Samkvæmt árlegri skýrslu þþsku umhverfissamtakanna Germanwatch yfir frammistöðu ríkja í baráttunni gegn loftslagsbreytingum fellur Ísland úr þriðja niður þrettánda sæti.
Könnun Germanwatch nær til 157 ríkja sem ábyrg eru fyrir 90% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Þar á meðal eru öll OECD-ríki.
Ísland lækkar á lista Germanwatch eru af tvennum ástæðum. Í fyrsta lagi nær ekkert ríki fyrstu þremur sætunum vegna þess að ekkert þeirra hefur staðið sig vel - tekið forustu. Í öðru lagi hafa íslensk stjórnvöld ekki fylgt eftir yfirlýstri loftslagsstefnu sinni með raunhæfum aðgerðum.
Sjá hér samantekt Náttúruverndarsamtaka Íslands: Hvernig miðar stefnumótum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.pdf.
Staða mála á Íslandi er lýsandi fyrir stöðu samninga á loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna í Poznan þar sem iðnríkin hafa ekki enn - þvert á skuldbindingar sínar samkvæmt Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna, Kyoto-bókinni og þau markmið sem samþykkt voru á loftslagsþinginu í Bali - sýnt að þau vilji taka forustu um samdrátt í losun gróðuhúsalofttegunda. Á meða slíkt ástand ríkir er erfitt að vinna bug á vantrausti ríkja þriðja heimsins í garð iðnríkja og sannfæra þau um nauðsyn þess að grípa til aðgerða heima fyrir.
Samkvæmt árlegri skýrslu þþsku umhverfissamtakanna Germanwatch yfir frammistöðu ríkja í baráttunni gegn loftslagsbreytingum fellur Ísland úr þriðja niður þrettánda sæti.
Könnun Germanwatch nær til 157 ríkja sem ábyrg eru fyrir 90% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Þar á meðal eru öll OECD-ríki.
Ísland lækkar á lista Germanwatch eru af tvennum ástæðum. Í fyrsta lagi nær ekkert ríki fyrstu þremur sætunum vegna þess að ekkert þeirra hefur staðið sig vel - tekið forustu. Í öðru lagi hafa íslensk stjórnvöld ekki fylgt eftir yfirlýstri loftslagsstefnu sinni með raunhæfum aðgerðum.
Sjá hér samantekt Náttúruverndarsamtaka Íslands: Hvernig miðar stefnumótum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.pdf.
Staða mála á Íslandi er lýsandi fyrir stöðu samninga á loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna í Poznan þar sem iðnríkin hafa ekki enn - þvert á skuldbindingar sínar samkvæmt Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna, Kyoto-bókinni og þau markmið sem samþykkt voru á loftslagsþinginu í Bali - sýnt að þau vilji taka forustu um samdrátt í losun gróðuhúsalofttegunda. Á meða slíkt ástand ríkir er erfitt að vinna bug á vantrausti ríkja þriðja heimsins í garð iðnríkja og sannfæra þau um nauðsyn þess að grípa til aðgerða heima fyrir.
Birt:
10. desember 2008
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Hvernig miðar stefnumótum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum? “, Náttúran.is: 10. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/10/hvernig-mioar-stefnumotum-islenskra-stjornvalda-i-/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.