Í baðherberginu þarf að huga að þægindum, öryggi, barnvæni, orkusparnaði og vatnsnotkun. Einnig skiptir máli að nota umhverfisvænar hreinlætisvörur og hreinsivörur og að loftun rýmisins sé góð. Hreinlæti er einnig mjög mikilvægt en öllu má ofgera. Hreinlætið getur verið dýrkeypt fyrir náttúruna. Ofnotkun hreinsiefna er því miður mjög algeng. Hreinsivörur úr kemískum efnum geta haft heilsuspillandi áhrif á okkur mennina auk þess sem þau enda að lokum í hafinu og valda þar miklum skaða.

„Vistvæn húsráð“ duga mun lengra en mörg hreinsiefni. Gamalt kók hreinsar t.a.m. klósettskálina mjög vel og dagblaðapappír pússar spegla best. Edik og salt gera baðkarið aftur skjannahvítt. Þessi efni hafa ekki skaðleg áhrif á lífríki hafsins í áratugi eftir notkun. Svona einfalda hluti getum við innleitt í daglegt líf og haft með því jákvæð áhrif á umhverfið í stað neikvæð.

Það er mikilvægt að þvottahúsið sé hannað fyrir þá sem vinna þar. Þó að nútímaþvottavélar og þurrkarar auðveldi vinnuna við þvottinn frá því sem áður var útheimtir hún samt mikla vinnu og mörg handtök, sérstaklega þar sem börn eru á heimilinu. Daglegir þvottar skapa mikið álag bæði á þann sem vinnur við þá og á umhverfið sem leggur til vatn og orku og tekur við  skítugu vatninu að loknum þvotti.

Birt:
21. júní 2007
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Bað og þvottahús“, Náttúran.is: 21. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/21/baherbergi/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. maí 2014

Skilaboð: