Michael Hudson rannsóknarprófessor í hagfræði í Missouriháskóla kom fram í Silfri Egils á sunnudaginn og vakti framsaga hans að vonum mikla athygli. Michael Hudson telur það óraunhæft að íslenska þjóðin taki á sig skuldir „sem hún geti hvort eð er ekki greitt“. Með því að semja við IMF (Alþjóðagjaldeyrissjóðinn) værum við að kalla yfir okkur ógæfu sem aðeins gæti haft langvinnandi og óyfirstíganleg vandamál í för með sér fyrir þjóðina.

Michael Hudson heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2 í stofu 101, kl. 12:00 - 13:00 í dag. Yfirsögn fyrirlestursins er; „The Financial War Against Iceland - and within it

Auk þess sem Michael Hudson hvetur okkur til að borga ekki skuldir okkar hvetur hann, eins og John Perkins og fjöldi Íslendinga á undan þeim, til þess að við hefjum framleiðslu á grænmeti til útflutnings. Skortur sé á matvælum í heiminum og með stórfelldri gróðurhúsarækt og ylrækt í opnum görðum gætum við nýtt orkuna á sjálfbæran og uppbyggilegan hátt.

Plakat: „Kálver í Ölfusið“. Einar Bergmundur og Guðrún Tryggvadóttir©Náttúran.is. Sækja má plakatið í Pdf-formi hér.
Birt:
7. apríl 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Verjumst og ræktum“, Náttúran.is: 7. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/07/verjumst-og-raektum/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: