Jurtate og seyði
Á haustin má finna jurtir í te eða seyði þó blómgunartíminn sé liðinn hjá. Í náttúrunni blómstrar beitilyngið ævinlega seint og aðrar lyngtegundir eru fínar líka birkilauf og víðibörkur. Ágætt er að leita eftir rjúpnalaufi og aðalbláberjalyngi. Í garðinum er sjálfsagt að koma sér upp piparmyntu sem er seinvaxin. Morgunfrú, kamilla og valurt sem hefur verið klippt ofan af um sumarið, þessi dásamlega þrenning læknar flest mein. Það nægir að hella sjóðandi vatni á blöð og blóm en stilki og fræ þarf að sjóða.
Birt:
18. apríl 2010
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Jurtate og seyði“, Náttúran.is: 18. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/16/jurtate-og-seyi/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. maí 2007
breytt: 20. maí 2014